fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Gana vann frábæran sigur á Suður-Kóreu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 15:01

Mohammed Kudus fagnar. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gana vann rétt í þessu sterkan 3-2 sigur á Suður-Kóreu í spennuþrungnum leik í H-riðli á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Katar þessa dagana.

Það var hart barist í leik dagsins og það voru Ganverjar sem komust yfir í leiknum með marki Mohammed Salisu strax á 24. mínútu.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Mohammed Kudus forystu Ganverja og fóru þeir því inn til búningsherbergja með tveggja marka forystu í hálfleik.

Leikmenn Suður-Kóreu voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp og tvö mörk með skömmu millibili á 58. og 61. mínútu frá Gue-sung Cho sáu til þess að leikar stóðu jafnir.

Endurkoma Suður-Kóreu beið hins vegar skell þegar að Mohammed Kudus bætti við sínu öðru marki í leiknum á 68. mínútu og reyndist það lokamark leiksins.

Leikmenn Suður-Kóreu reyndu hvað þeir gátu að jafna metin að nýju en tókst það hins vegar ekki .

Úrslitin þýða að Gana er með þrjú stig eftir tvo leiki, jafnmörg og Portúgal sem hefur aðeins leikið einn. Suður-Kórea og Úrúgvæ eru með eitt stig hvor. Fyrrnefnda liðið hefur þó spilað tvo leiki en það síðarnefnda einn.

Eftir leik sauð upp úr og fékk Paulo Bento, þjálfari Suður-Kóreu, rautt spjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta