fbpx
Miðvikudagur 29.mars 2023
433Sport

Skilur vel að Ronaldo hafi viljað komast burt og vill fá hann til Arsenal – ,,Ekkert hefur breyst hjá Man Utd“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 11:05

Ronaldo skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Seaman, goðsögn Arsenal, skilur vel að Cristiano Ronaldo hafi viljað komast burt frá Manchester United.

Man Utd er búið að rifta samningi sínum við Ronaldo sem gagnrýndi félagið harðlega nýlega í löngu viðtali við Piers Morgan.

Ronaldo talaði á meðal annars um að aðstaðan hjá Rauðu Djöflunum væri ekki nógu góð og ekki í samanburði við önnur stórlið.

Seaman býður Ronaldo velkominn til Arsenal og segir að hann yrði fullkominn leikmaður fyrir liðið.

,,Ronaldo er langt frá því að vera búinn sem leikmaður og er fullkominn fyrir Arsenal,“ sagði Seaman.

,,Ég klappa fyrir honum því hann talar sannleikann. Mikið af því sem hann sagði eru hlutir sem við höfum heyrt áður. Við höfum heyrt reynslumikla leikmenn tala um æfingasvæði Man Utd.“

,,Þetta var í raun sjokkerandi og ætti ekki að vera að Ekkgerast. Hann hefur komið við um allan heim og séð hvernig hlutirnir hafa þróast. Hann mæti svo aftur til Man Utd og ekkert hefur breyst.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar
433Sport
Í gær

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar