Það er allt undir er Króatía og Kanada spila á HM í Katar í dag í þriðja leik dagsins sem hefst klukkan 16:00.
Króatar eru fyrir leikinn með eitt stig eftir jafntefli gegn Marokkó í fyrstu umferð en Kanada tapaði gegn Belgum.
Það lið sem tapar í dag getur sagt bless við næstu umferð keppninnar og er því afar mikið í húfi.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Króatía: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Modric, Brozovic, Kovacic; Kramaric, Livaja, Perisic.
Kanada: Borjan; Laryea, Johnston, Vitoria, Miller, Davies; Buchanan, Hutchinson, Eustáquio, Larin; David.