Það er stórleikur á dagskrá á HM í Katar í dag er Frakkland spilar við Danmörku í riðli D á mótinu.
Frakkar eru fyrir leikinn með þrjú stig eftir sigur gegn Ástralíu í fyrsta leik en liðið hafði betur örugglega, 4-1.
Danir eru til alls líklegir á mótinu en liðið er með eitt stig eftir jafntefli við Túnis í fyrsta leik.
Hér má sjá byrjunarliðin í leiknum sem hefst klukkan 16:00.
Frakkland: Lloris; Koundé, Varane, Upamecano, Theo Hernández; Tchouaméni, Rabiot; Dembélé, Griezmann, Mbappé; Giroud
Danmörk: Schmeichel; Andersen, Nelsson, Christensen; Kristensen, Hojbjerg, Eriksen, Maehle; Lindstrom, Cornelius, Damsgaard