Alisha Lehmann og Douglas Luiz, sem hafa verið eitt helsta stjörnupar knattspyrnuheimsins undanfarið ár, hafa slitið sambandinu sínu.
Þetta er staðfest í enskum götublöðum.
Bæði leika þau með Aston Villa á Englandi og hittust hjá félaginu.
Samkvæmt heimildamönnum enskra blaða hættu þau saman eftir heiftarlegt rifrildi. Talið er að kveikjan af því hafi verið ósætti Luiz við dagatal sem hún situr fyrir á, þar sem myndirnar þykja ansi djarfar.
Lehmann hafði flutt inn með Luiz fyrr á árinu en er nú flutt út á ný. Býr hún með liðsfélaga þar til hún finnur lausn í þeim efnum.