fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Virðist staðfesta ummæli Mane frá því í vor – Var nálægt Old Trafford

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að hann hafi haft mikinn áhuga á að fá Sadio Mane til liðs við sig er hann var stjóri Manchester United.

Það var árið 2016, þegar Mane var leikmaður Southampton, sem United vildi fá leikmanninn. Senegalinn fór að lokum til Liverpool, þar sem hann átti eftir að standa sig frábærlega áður en hann gekk til liðs við Bayern Munchen í sumar.

„Mig langaði að fá hann þegar ég var knattspyrnustjóri United. Ég eltist við hann,“ segir Van Gaal.

Staðfestir þetta ummæli Mane frá því í vor, en hann sagðist hafa verið hársbreidd frá því að fara til United.

Holland mætir einmitt Senegal í fyrsta leik liðanna á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag. Þar verður Mane ekki með vegna meiðsla, en hann missir af HM alfarið vegna þeirra.

„Ég er mikill aðdáandi Mane. Hann getur brotið upp leiki. Ég held að Senegal muni sakna hans mikið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Sakaður um dýraníð – Köttur í Katar kom sér vel fyrir en svo gerðist þetta

Sjáðu myndbandið: Sakaður um dýraníð – Köttur í Katar kom sér vel fyrir en svo gerðist þetta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Þetta verður úrslitaleikur HM

Ofurtölvan stokkar spilin – Þetta verður úrslitaleikur HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi

Nefnir þrjá erfiðustu andstæðingana – Enginn Ronaldo og enginn Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni

Chelsea reyndi að fá leikmann Inter – Bróðir hans stoltur af ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Í gær

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi
433Sport
Í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær