fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
433Sport

Arnar ósammála umræðunni og þvertekur fyrir að eitthvað hefði breyst – „Það er náttúrulega glórulaust“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, nýr þjálfari Vals, er gestur í nýjasta sjónvarpsþætti 433.is. Hann gerir upp tímann hjá KA, þaðan sem hann fór í haust og ræðir komandi verkefni með stórliði Vals.

Arnar tók við KA árið 2020. Hann náði góðum árangri með karlalið félagsins, þá sérstaklega á nýafstaðinni leiktíð í Bestu deildinni, þar sem KA hafnaði í öðru sæti.

„Ég er hrikalega stoltur af þessum tíma. Ég held að ekki margir hafi spáð okkur í topp sex fyrir tímabilið sem var að ljúka. Ég naut þess að vera þarna, kynntist mörgu frábæru fólki. Auðvitað hefði ég viljað fara í bikarúrslitaleikinn á þessu ári,“ segir Arnar í þættinum, en KA féll úr leik í undanúrslitum bikarsins gegn FH.

Arnar Grétarsson
play-sharp-fill

Arnar Grétarsson

Aðstaða KA á Akureyri hefur ekki verið upp á tíu. Gerir það árangur liðsins enn betri að sögn Arnars.

„Það kannski gerir árangurinn enn betri. Þó það sé kominn æfingavöllur, það gerir mikið fyrir félagið en þetta er einn völlur. KA er með 700 iðkendur. Að vera með einn völl og gamla grasið fyrir aftan er ekki boðlegt. En þetta er að batna. Þeir fá nýjan keppnisvöll á næsta ári og innan tveggja ára byrja þeir örugglega á nýja vellinum, þegar það er komin stúka.“

Vildi klára tímabilið fyrir norðan

Sem fyrr segir var KA ekki spáð mjög góðum árangri fyrir tímabilið. „Þetta eru bara spár. Hvað mig varðar var ég mjög ánægður með það. Ég var ekki í einhverri fýlu við ykkur fréttamennina. Þá er bara athyglin á önnur lið og þá getum við unnið í okkur.

Meira að segja þegar leið á mótið, þá voru menn bara að tala um Víking og Breiðablik. Ég held kannski í dag að menn séu aðeins farnir að ræða að KA tók líka þátt í þessu móti.“

Arnar Grétarsson
play-sharp-fill

Arnar Grétarsson

Arnar náði samkomulagi um að gerast þjálfari Vals á meðan tímabilið í Bestu deildinni stóð enn yfir. KA ákvað í kjölfarið að hann fengi ekki að klára úrslitakeppnina í Bestu deildinni með liðinu.

„Ég hefði viljað það. Þetta er minn starfsframi. Ef menn halda að þú sért að fara að breyta einhverju þegar þú spilar gegn þínu næsta liði, það er náttúrulega glórulaust því þetta fer á mína ferilskrá. 2023 var ég með KA, ekki Val. Að því sögðu skil ég kannski að þeir vilji gera það, en mér finnst samt skrýtið að menn séu eitthvað fúlir. Ég hefði skilið það ef þeir hefðu verið búnir að tala við mig og virkilega boðið mér nýjan samning, ég dregið lappirnar og á endanum farið á hinn staðinn. En það var ekki þannig. Mér var ekki boðinn nýr samningur.

Ég skil þetta en var auðvitað svolítið sár yfir að hafa ekki fengið að klára og fengið að fagna þessum árangri með KA.“

Það kom Arnari ekki mjög á óvart að vera ekki boðinn nýr samningur. „Nú er maður búinn að vinna þarna í tvö ár KA hefur ekki verið mjög próaktíft í að gera hluti. Þannig kannski segir það ekkert hvort þeir hafi ætlað að gera það eða ekki. Þeir eru ekki á undan heldur alltaf á síðasta snúning, en töluðu um að ætla að gera það.“

Umhverfi sem er skemmtilegt fyrir þjálfara

Nú færist einbeiting Arnars hins vegar á Val. „Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu verkefni og finnst Valur hrikalega spennandi klúbbur, með mikla sögu,“ segir Arnar og bendir á að liðið hafi verið að gera vel í flestum íþróttum í bæði karla- og kvennaflokki.

„Ég er að koma inn í félag þar sem þú þarft ekkert að spyrja mig hvert markmiðið er. Það er samt smá brekka. Við erum með Breiðablik og Víking sem hafa verið að spila betri bolta og gera betri hluti.

Arnar stýrir Val á næstu leiktíð. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Við erum með frábæra aðstöðu. Það er fjármagn til að gera hluti. Fyrir þjálfara að komast í svona umhverfi er bara geggjað.“

Valur hefur ekki gert vel undanfarin tvö ár og hafnaði í sjött sæti Bestu deildarinnar í haust.

„Ég veit það líka að við þurfum að bretta upp ermarnar og leggja meira á okkur. Breiðablik og Víkingur eru fyrir framan okkur og jafnvel KA líka.

Það er gerð krafa á þig og þú þarft að leggja þig mikið fram. Menn mega ekki halda að þeir vinni eitthvað því þeir eru hæfileikaríkir eða eitthvað slíkt. Breiðablik hefur verið að leggja gríðarlega mikið á sig, Víkingar líka og KA.“

Tekið eftir að liðsheild skorti

Arnar segir Val þurfa að bæta sig er kemur að hlaupagetu leikmanna liðsins.

„Ef við tökum liðin sem hafa verið meistarar síðustu tveggja ára, Víking og Breiðablik, og berum saman við Valsliðið, þá er heilt yfir meiri hlaupageta og meiri hraði, ásamt kannski öðrum hlutum. Í dag er hægt að greina alla hluti, allir eru farnir að spila með kubba og þú getur ekkert falið þig. Þetta eru bara tölur. Það kemur í ljóst að þarna þarf Valur að gefa í. Þú þarft hraða og mikla hlaupagetu.

Utan frá hefur mér stundum fundist vanta liðsheild hjá Val. Þegar bolti tapast vinna ekki allir, ekki allir duglegir. Fyrir mér gengur það ekki. Þegar þú horfir á Víking, Breiðablik og KA, þar eru allir að vinna. Þú ert bara meðe boltann í eina og hálfa til tvær mínútur max. Ef þú ert ekki tilbúinn að hlaupa án bolta ættir þú bara að fara í frjálsar eða eitthvað annað.“

Þarf Arnar að bæta leikmannahóp Vals mikið fyrir næsta tímabil?

„Við þurfum að fá hafsent og mjög líklega bakverði. Við þurfum miðjumann og kannski kantmann. Þú þarft að vera með þéttan hóp og að mínu mati sex alvöru framliggjandi leikmenn. Það er ekki alltaf gaman að sitja á bekknum ef þú ert alvöru leikmaður en það er þannig í bestu liðunum úti í heimi.“

Það kom einhverjum á óvart þegar Valur losaði sig við vinstri bakvörðinn Jesper Juelsgård eftir síðustu leiktíð.

„Hann er flottur leikmaður. Það er verið að vega og meta. Í fljótu bragði er hann örugglega með þeim betri í fótbolta en þarna kemur inn hlaupageta. Sá sem var hægra megin hljóp mun meira fram á við. Hann var sterkur á boltann og góður í fótbolta en fyrir mér, sem bakvörður, þá verður að vera meiri hlaupageta. Það getur vel verið að hann fari annað á Íslandi og standi sig frábærlega. Þá þarf bara að kyngja því,“ segir Arnar Grétarsson.

Arnar Grétarsson
play-sharp-fill

Arnar Grétarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umræðan á RÚV vakti gríðarlega athygli: „Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?“

Umræðan á RÚV vakti gríðarlega athygli: „Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Piers Morgan skefur ekki af því – „Af hverju í andskotanum?“

Piers Morgan skefur ekki af því – „Af hverju í andskotanum?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þýskaland á enn von eftir jafntefli við Spán

Þýskaland á enn von eftir jafntefli við Spán
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun aldrei gleyma því sem gerðist á HM – ,,Draumur sem endaði hræðilega“

Mun aldrei gleyma því sem gerðist á HM – ,,Draumur sem endaði hræðilega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mbappe búinn að jafna met Zidane

Mbappe búinn að jafna met Zidane
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fáránleg laun sem Ronaldo myndi fá í Sádí Arabíu

Fáránleg laun sem Ronaldo myndi fá í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Hafnar nýju samingstilboði og vill jafn há laun og liðsfélagi í enska landsliðinu

Hafnar nýju samingstilboði og vill jafn há laun og liðsfélagi í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Ten Hag horfir á tvær stjörnur HM í Katar til að leysa Ronaldo af hólmi

Ten Hag horfir á tvær stjörnur HM í Katar til að leysa Ronaldo af hólmi