Bukayo Saka og Oleksandr Zinchenko æfðu með Arsenal í dag í aðdraganda Evródeildarleiksins gegn Zurich annað kvöld.
Saka fór meiddur út af í leik gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Arsenal óttuðust það versta. Hann er hins vegar strax farinn að æfa.
Zinchenko, sem kom frá Manchester City fyrir þessa leiktíð, hefur lítið verið með Skyttunum á leiktíðinni vegna meiðsla en virðist vera að snúa aftur.
Þá æfði Mohamed Elneny sömuleiðis með Arsenal í dag.
Með sigri gegn Zurich á morgun tryggir Arsenal sér efsta sæti riðils síns, en liðið er þegar komið áfram.