fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
433Sport

Klopp fylgdist vel með leikmanni Arsenal og vildi fá hann

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 19:11

Odegaard skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur lengi fylgst með leikmanni Arsenal og vildi fá hann til Borussia Dortmund á sínum tíma.

Leikmaðurinn umtalaði er Martin Ödegaard en hann er orðinn fyrirliði Arsenal og einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Ödegaard var á sínum tíma talinn efnilegasti leikmaður Evrópu og voru mörg lið sem vildu semja við hann og þar á meðal Real Madrid.

Real varð að lokum fyrir valinu hjá Norðmanninum en Klopp reyndi einnig að lokka leikmanninn til Dortmund árið 2015.

,,Ég er mjög hrifinn af honum, það er auðvelt á þessum tímapunkti held ég,“ sagði Klopp við TV2.

,,Það var erfiðara þegar hann var að byrja dvölina hjá Real Madrid og það var útlit fyrir að hlutirnir myndu ekki ganga upp.“

,,Ég var vonsvikinn því ég vildi fá hann til Dortmund þegar hann var mjög ungur. Við áttum langt samtal þegar hann var krakki, líka við pabba hans en hann endaði hjá Real.“

,,Ég hef alltaf fylgst með hans ferli. Ég er mjög ánægður með að hann sé orðinn sá leikmaður sem hann er í dag.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England skoraði þrjú og mætir Frökkum í næstu umferð

England skoraði þrjú og mætir Frökkum í næstu umferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann vilji skrifa undir hjá Real Madrid

Staðfestir að hann vilji skrifa undir hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford

Byrjunarlið Englands og Senegal – Saka inn fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt nafn komst í hóp með Ronaldo og Messi – Aðeins þrír gert þetta til þessa

Óvænt nafn komst í hóp með Ronaldo og Messi – Aðeins þrír gert þetta til þessa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungstirni Man Utd kvartar yfir óviðeigandi söngvum – ,,Sýnum virðingu og breytum laginu“

Ungstirni Man Utd kvartar yfir óviðeigandi söngvum – ,,Sýnum virðingu og breytum laginu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjörnur spiluðu með Arsenal sem tapaði mjög óvænt – Fengu fjögur mörk á sig

Stjörnur spiluðu með Arsenal sem tapaði mjög óvænt – Fengu fjögur mörk á sig