Bakvörðurinn Joao Cancelo er til í að spila sem markvörður fyrir Manchester City ef það er eitthvað sem Pep Guardiola, stjóri liðsins vill.
Guardiola er gríðarlega virtur á Etihad en leikmenn eru tilbúnir að gera marga hluti svo hann sé ánægður.
Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður og hefur ekkert á móti því að gera það sem Guardiola biður um.
,,Það er alveg rétt að ég get spilað tvær stöður og mér líður vel bæði hægra og vinstra megin,“ sagði Cancelo.
,,Ég reyni alltaf að hjálpa liðinu eins mikið og ég get og ef stjórinn biður mig um að spila í marki þá geri ég það líka!“
,,Ég reyni alltaf að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum.“