fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Arnór Ingvi skoraði í sigri Norrköping

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. október 2022 21:16

Arnór Ingvi Traustason (Mynd af Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason komst á blað fyrir lið Norrköping í Svíþjóð sem mætti Mjallby í kvöld.

Arnór var í byrjunarliði Norrköping í kvöld ásamt Ara Frey Skúlasyni sem lék í bakverði.

Hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 heimasigri en Christoffer Nyman hafði gert það fyrsta á 15. mínútu.

Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 65. mínútu og fékk að líta gult spjald 10 mínútum síðar.

Norrköping hefur verið í basli í deildinni og er í 11. sæti með 29 stig úr 25 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt