Bandaríski fjárfestingasjóðurinn LAMF Global Ventures Corp hefur áhuga á því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Everton.
Það er staðarmiðillinn Liverpool Echo sem segir frá þessu.
Frahad Moshiri er eigandi Everton sem stendur. Hópurinn þyrfti að sannfæra hann um að selja fyrst.
Það gæti reynst erfitt, en í sumar sagðist Moshiri ekki hafa áhuga á að selja. Það kom í kjölfar þess að Maciek Kaminski lýsti yfir áhuga á að kaupa Everton.
Everton er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið var hársbreidd frá því að falla niður í B-deildina á síðustu leiktíð, en bjargaði sér í næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar í vor.