fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ömurleg tölfræði Conte í deild þeirra bestu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 16:30

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölfræði Antonio Conte í Meistaradeild Evrópu er ekkert til að hrópa húrra fyrir, allavega ekki ef árangur hans á öðrum vígstöðvum er tekinn inn í myndina.

Conte er nú stjóri Tottenham á Englandi. Liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í Meistaradeildinni í gær. Tottenham er með fjögur stig eftir þrjá leiki í riðlakeppninni.

Ítalski stjórinn hefur áður tekið þátt í Meistaradeildinni með Juventus, Inter og Chelsea. Honum hefur þó ekki tekist að ríða feitum hesti frá keppninni og er nú aðeins með 32% sigurhlutfall í leikjum sínum þar.

Á sama tíma hefur Conte oft náð frábærum árangir í deildarkeppnum. Hann varð Englandsmeistari með Chelsea og Ítalíumeistari með Juventus og Inter. Þá náði hann Meistaradeildarsæti með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Það ætlar þó að ganga eitthvað erfiðara fyrir Conte í deild þeirra bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær