fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Starfsfólki Manchester City var brugðið er reiðin tók öll völd í klefanum hjá Manchester United og lykilmenn létu í sér heyra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:55

Frá leik Manchester City og Manchester United/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes og Lisandro Martinez, leikmenn Manchester United eru sagðir hafa látið vel í sér heyra í hálfleik í leik liðsins á útivelli gegn grönnum sínum í Manchester City á dögunum. United fór inn til hálfleiks 4-0 undir.

Það er The Sun sem greinir frá málavendingunum en Fernandes og Martinez eru sagðir hafa verið brjálaðir, skiljanlega. Þeir hafi tönglast á því að það vantaði alla trú í leikmenn liðsins. Lætin voru það mikil að starfsfólk á vegum Manchester City var brugðið.

Manchester United vann síðari hálfleikinn 3-2 en leiknum lauk með 6-3 sigri Manchester City sem léku á alls oddi, grönnum sínum til mikilla vandræða.

Allt annað hafi verið upp á teningnum eftir leik þar sem heyra hefði mátt saumnál detta í búningsherbergi Manchester United.

Manchester City er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig. Manchester United situr í því sjötta með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF