Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, má yfirgefa liðið í janúarglugganum að sögn the Telegraph.
Ronaldo reyndi sitt besta til að komast annað í sumar en hann vill spila í Meistaradeildinni, ekki Evrópudeildinni.
Samkvæmt Telegraph mun Erik ten Hag, stjóri Man Utd, ekki standa í vegi fyrir Ronaldo í janúar en hann er ekki hans fyrsti maður á blað.
Ronaldo verður líklega mikið á varamannabekknum næstu mánuðina undir Ten Hag sem tók við keflinu í Manchester í sumar.
Ronaldo var til að mynda á bekknum um helgina er Man Utd tapaði 6-3 gegn grönnum sínum í Manchester City.
Það eru ekki mörg lið sem hafa efni á portúgalska landsliðsmanninum sem þarf að fá að spila fyrir HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.