fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Samskiptastjóri KSÍ: „Held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 14:00

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir stuðningsmenn Víkings R. sýndu af sér óæaskilega hegðun á bikarúrslitaleiknum gegn FH á Laugardalsvelli á laugardag.

Félagið harmaði þetta í yfirlýsingu í gær. „Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna,“ segir í yfirlýsingu Víkinga.

„Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit.“

Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, tjáði sig um málið við Vísi í dag.

„Ég held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar. Það er fátt sem stoppar hálfvita í að hegða sér eins og hálfviti ef hann ætlar að gera það á annað borð. Þá breytir engu hversu margir eru í gæslunni. Það er kjarninn í þessu,“ segir Ómar.

„Uppsetningin á gæslunni er alltaf metin fyrir hvern einasta leik. Núna erum við í endurmati eins og eftir alla leiki. Eitt af því sem við erum að skoða er framkvæmdin í heild sinni, þar á meðal þessi atvik sem komu upp. Gæslan var eins og hún átti að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur