John Terry, goðsögn Chelsea, líkir nýjum stjóra liðsins, Graham Potter, við hinn sigursæla Jose Mourinho sem þjálfaði liðið í tvígang.
Mourinho náði frábærum árangri með Chelsea á sínum tíma en kom fyrst sem nokkuð óþekkt nafn frá Porto árið 2003.
Potter tók við af Thomas Tuchel nýlega en hann er einnig frekar óþekkt nafn og var hjá Östersunds í Svíþjóð áður en hann hélt til Englands.
Terry spilaði undir Mourinho á Stamford Bridge og tekur eftir svipuðum hlutum eftir komu Potter.
,,Ég tel ekki að starfið sé of stórt fyrir hann. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað og þeirra staða í deildinni talar sínu máli,“ sagði Terry.
,,Hann kom inn og lét strax í sér heyra, leikmennn eru spenntir og það minnir á þegar Jose Mourinho kom fyrst til félagsins.“
,,Enginn hafði í raun heyrt um hann en hann er mjög skýr að það sé einn maður sem ræður. Leikmenn munu einnig fylgjast með á æfingum og hvernig hann undirbýr liðið fyrir leiki.“
,,Hann hafði tvo eða þrjá daga til að ná leikmönnum á sitt band og ég tel að hann hafi gert það.“