Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og goðsögn í sögu félagsins er allt annað en sáttur með frammistöðu núverandi vængmanna Manchester United í leik liðsins gegn Manchester City í gær. United tapaði grannaslagnum 6-3.
Scholes, sem á sínum tíma varð margfaldur Englandsmeistari með Manchester United birtir mynd af fyrrum liðsfélögum sínum og vængmönnunum Ryan Giggs og David Beckham á samfélagsmiðlinum Instagram í dag þar sem hann hnittir í núverandi vængmenn Manchester United.
„Man einhver eftir því þegar að vængmennirnir áttu það til að hjálpa bakvörðunum?“ spyr Scholes á Instagram.
Það voru þeir Jadon Sancho og Antony sem voru í stöðu vængmanna í liði Manchester United í leiknum gegn Manchester City í gær. Gestirnir í United réðu lítið við granna sína í City, þá sér í lagi Erling Braut Haaland sem fór með himinskautum, skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Leikmenn Manchester City náðu að skapa sér mörg færi með því að sækja upp kantana sem virðist vera kveikjan að spurningu Scholes.