Antonio Conte, stjóri Tottenham, vakti heldur betur athygli í gær er liðið spilaði við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Conte hefur verið töluvert gagnrýndur af stuðningsmönnum Tottenham eftir ákvarðanatöku á 71. mínútu leiksins.
Conte ákvað á þeim tíma að skipta fjórum leikmönnum af velli er staðan var 3-1 fyrir Arsenal.
,,Þetta er ekki undirbúningstímabil, hvað er maðurinn að pæla?“ skrifar einn stuðningsmaður Tottenham.
Annar bætir við: ,,Hann veit ekki hvað hann er að gera. Það er eins og hann sé að kalla á hjálp.“
Conte skipti fjórum leikmönnum af velli á sömu mínútunni en þremur mínútum síðar gerði hann fimmtu skiptinguna.
Margir telja að Conte hafi verið að biðla til eigenda liðsins en hann vildi fá inn fleiri leikmenn í sumarglugganum.
Skiptingarnar gerðu lítið fyrir Tottenham sem endaði á að tapa leiknum einmitt 3-1.