Eins og margir vita þá er nýjasta útgáfan af tölvuleiknum FIFA komin út en hann er gríðarlega vinsæll um allan heim.
FIFA 23 var gefinn út í lok september mánaðar en margir hafa tekið eftir undarlegum hlutum í leiknum.
Þar á meðal er andlit sóknarmannsins Jack Grealish sem spilar með Manchester City og er flestum kunnur.
Grealish lítur í raun ekkert út eins og hann gerir í alvöru og eru fáir sem skilja hvað EA Sports, framleiðandi leiksins, var að pæla.
Sjón er sögu ríkari.