Romelu Lukaku situr fyrir í nýrri auglýsingu Calvin Klein. Þar auglýsir hann nærfatalínu fyrirtækisins.
Hinn 29 ára gamli Lukaku er leikmaður Inter á Ítalíu. Hann er þar á láni frá Chelsea.
Lukaku gekk í raðir Chelsea fyrir rúmu ári síðan frá Inter. Hlutirnir gengu hins vegar ekki upp hjá honum í Lundúnum.
Belginn er ekki knattspyrnumaðurinn sem situr fyrir í nærfötum frá Calvin Klein þessa dagana. Heung-Min Son var einnig í nýrri auglýsingu fyrirtækisins á dögunum.
Hér að neðan má sjá þegar Lukaku situr fyrir í nærfötum frá Calvin Klein. Framherjinn er í afar góðu formi.