fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Markaskorari Íslands í kvöld – ,,Ég hafði engu að tapa“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:29

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA með hetjulegri baráttu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn einum færri.

Mikael Neville Anderson átti skínandi innkomu í síðari hálfleik í leiknum og skoraði jöfnunarmark Íslands í uppbótartíma.

,,Ég er mjög ánægður,“ sagði Mikael Neville í viðtali við Viaplay eftir leik kvöldsins. ,, Við áttum þetta skilið, ég var frekar óheppinn fyrr í leiknum en langaði að skora, það var langt síðan síðast.“

Hann segist afar ánægður með frammistöðu liðsins, hún var að hans sögn: ,,geggjuð.“ Þá hafi hann einsett sér fyrir leik að koma inn af krafti.

,,Ég hafði engu að tapa. Ég ætlaði að sýna eitthvað í dag þegar að ég kom inn á og gerði það. En liðið er fyrst og fremst með frábæra frammistöðu hér í kvöld.“

Hann segir það skipta miklu máli að fá inn reynslumeiri leikmenn í hópinn eftir þónokkra fjarveru.

,,Geggjað að fá þessa reynslumeiri leikmenn inn. Þeir gefa mikið af sér og hjálpa öllum mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað