Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum gæti Juventus látið til skara skríða ef David de Gea verður samningslaus næsta sumar.
Samningur De Gea við United rennur út næsta sumar en United getur þó framlengt hann um eitt ár.
De Gea er launahæsti markvörður í heimi með 350 þúsund pund á viku en Erik ten Hag er ekki sannfærður um markvörðinn.
Calciomercato segir að Juventus skoði málið og sé tilbúið að bjóða De Gea samning ef hann kemur frítt.
De Gea kom til United sumarið 2011 og hefur verið umdeildur á meðal stuðningsmanna félagsins.