fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
433Sport

Arnar ræddi mikinn uppgang Loga – „Vaknar upp við þann vonda draum að þú sért að missa af lestinni“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 14:00

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson er að eiga frábært tímabil með Víkingi Reykjavík og hefur hann tekið miklum framförum. Uppgangur vinstri bakvarðarins er til umræðu í sjónvarpsþætti 433.is, en fyrsti þáttur vetrarins birtist í gær. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er gestur.

„Er þetta ekki bara þroski? Hann er búinn að vera geggjaður,“ segir Arnar, spurður út í framfarir hins 22 ára gamla Loga.

Hann hefur skorað fimm mörk í 21 leik í Bestu deildinni og lagt upp jafnmörg.

„Ég held þetta sé þroski. Hann breytir um lífsstíl og er með sömu raddirnar sem eru að nöldra í honum á hverjum einasta degi, ég, Kári (Árnason), Sölvi (Geir Ottesen).“

Logi er að eiga mun betra tímabil í ár en í fyrra.

„Þegar þú vaknar upp við þann vonda draum að þú sért að missa af lestinni. Það er óþægileg tilfinning, en þægilegt samt að hafa tíma til að snúa við blaðinu.“

Arnar hefur miklar mætur á Loga sem leikmanni.

„Það sem hann hefur, fyrir utan yndislegan vinstri fót, þá er hann taktískt að verða sterkari og sterkari, hann getur spilað fleiri stöður og erbbúinn að vera frábær fyrir okkur.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild. Sjónvarpsþáttur 433.is er á dagskrá alla mánudaga á Hringbraut og hér á vefnum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn ræddi við Söru Björk eftir ákvörðunina – „Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því“

Þorsteinn ræddi við Söru Björk eftir ákvörðunina – „Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn valdi hópinn fyrir Pinatar Cup – Einn nýliði

Þorsteinn valdi hópinn fyrir Pinatar Cup – Einn nýliði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag var spurður út í Greenwood en harðneitaði að tjá sig

Ten Hag var spurður út í Greenwood en harðneitaði að tjá sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta opinberar hver næstu skref eru

Arteta opinberar hver næstu skref eru
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrafnhildi ofbauð umræðan í Facebook hópnum í kjölfar tíðindanna og birti færslurnar – „Takk fyrir samveruna“

Hrafnhildi ofbauð umræðan í Facebook hópnum í kjölfar tíðindanna og birti færslurnar – „Takk fyrir samveruna“