fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Southgate ómyrkur í máli – „Er ekki svo hrokafullur að halda að samningurinn muni verja mig“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 26. september 2022 15:30

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lítið gengið hjá enska karlalandsliðinu undanfarið. Um helgina féll liðið úr A-deild Þjóðadeildar UEFA.

Liðið fór í úrslitaleik Evrópumótsins fyrir rúmu ár síðan. Síðan þá hefur það hins vegar lítið getað.

Nokkur pressa hefur myndast á Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins.

„Ég veit að þegar öllu er á botninn hvolft verð ég dæmdur á því sem gerist á HM,“ segir Southgate.

Hann er með samning út árið 2024. „Samningar þýða ekkert í fótbolta. Þjálfari getur átt þrjú, fjögur eða fimm ár eftir af samningi en ef úrslit nást ekki þarf að kveðja. Af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í mínu tilfelli? Ég er ekki svo hrokafullur að halda að samningurinn muni verja mig.“

Southgate hefur á tíma sínum sem landsliðsþjálfari komið Englandi í undanúrslit á HM og úrslit á EM.

„Saga er saga. Við erum dæmd á því sem gerist í næsta leik og á næsta móti,“ segir Gareth Southgate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Í gær

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist