fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Ræddu ruglið í KR – „Reyndi að verjast en fékk alltaf allt til baka í andlitið“

433
Sunnudaginn 25. september 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir fréttir vikunnar. Að sjálfsögðu var ástandið í Vesturbæ rætt en kvennalið KR litaði íþróttafréttavikuna.

„Þarna virðist vera eitthvað rótgróið vandamál í kringum kvennaknattspyrnuna í KR og Palli formaður knattspyrnudeildarinnar reyndi að verjast en fékk alltaf allt til baka í andlitið. Það kom alltaf gagnhögg. Þetta er eitthvað sem KR er að leysa bakvið tjöldin, ímynda ég mér,“ sagði Hörður.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, benti á að það var ekki bara eitt vandamál sem kom upp á yfirborðið heldur allt og sagði að frá sínum bæjardyrum séð væri stóra börumálið verið dropinn sem fyllt mælinn. „Þær mæta á æfingar í sumar og þær komast ekki inn í klefann sinn og það virðist vanta viljann í verkið hjá KR,“ bætti Hörður við.

Það er mikill uppgangur í kvennaboltanum. Ekki bara út í hinum stóra heimi heldur einnig hér á Íslandi. Því er þetta KR mál stórt skref aftur á bak. Ólafur benti á að það sé aldrei gott þegar hlutirnir sem hægt sé að leysa innanhúss fljóti upp á yfirborðið. „Auðvitað á þetta að vera í lagi og á að leysa innanhús en þetta börumál virðist hafa sett af stað einhverja skriðu þar sem fólk loftaði aðeins út.

Ég vona þó KR-inga vegna og allra vegna að þeir leysi málið innanhús og fái ró og frið og stelpunum sé sýnd virðing til jafns við karlana,“ segir Ólafur.

Hörður tók viðtal við Lúðvík S. Georgsson formann KR í vikunni sem lét gamninn geysa um félagið. „Hann sagði mér eiginlega í óspurðum fréttum að fjárhagsstaða KR í fótbolta og körfubolta væri slæm. Mjög slæm. Hann taldi Covid vera ástæðu þess en ég leyfi mér að efast um þær fullyrðingar.

Það eru mörg vandmál hjá KR og í mörgum hornum.“

Hægt er að horfa á allt innslagið hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekur Vardy óvænt skref? – ,,Aldurinn hefur engin áhrif“

Tekur Vardy óvænt skref? – ,,Aldurinn hefur engin áhrif“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Í gær

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“
433Sport
Í gær

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Í gær

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Í gær

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“
Hide picture