Ramires er nafn sem margir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Chelsea.
Ramires er orðinn 35 ára gamall og er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir ansi farsælan feril.
Brasilíumaðurinn skoraði magnað mark gegn Barcelona árið 2012 í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann vippaði yfir markvörðinn Victor Valdes.
Chelsea fór alla leið í keppninn og vann Bayern Munchen í úrslitum eftir vítaspyrnukeppni.
Þetta er mark sem Ramires mun aldrei gleyma og það skiljanlega en um var að ræða magnaða stund í leik sem Chelsea var manni undir og tókst að vinna.
Ramires ákvað að húðflúra augnablikið eftir að skórnir fóru á hilluna eins má sjá hér fyrir neðan.