fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Elskaði að spila á Íslandi og væri til í að koma aftur – Horfir til Bestu deildarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 10:12

Marciano Aziz er í liðinu, enda kom hann frábærlega inn í lið Aftureldingar. Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marciano Aziz fór á kostum með liði Aftureldingar á seinni hluta tímabils í Lengjudeild karla. Hann er opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

Belginn skoraði tíu mörk í jafnmörgum leikjum með Aftureldingu á leiktíðinni.

Aziz er í eigu Eupen í Belgíu, þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Hann hefur nú snúið aftur þangað eftir lánssamning hjá Aftureldingu.

Bjarki Már Ólafsson hjá Stirr Associates, umboðsskrifstofu leikmannsins, segir hann mjög opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

„Við erum að skoða þá möguleika sem eru uppi á borði fyrir janúar. Hann er opinn fyrir því að fara aftur til Íslands og vill spila aftur á Íslandi. Honum leið rosalega vel í Aftureldingu,“ segir Bjarki við 433.is.

Þó svo að Aziz hafi notið sín í botn hjá Aftureldingu vill hann næst taka skrefið upp í efstu deild á Íslandi.

„Hugur hans er að spila í efstu deild á Íslandi. Hann var mjög ánægður með þessa reynslu og þetta var það sem hann þurfti á þessum tímapunkti. Nú telur hann að tími sé kominn til að taka næstu skref á sínum ferli. Ef honum býðst tækifæri til að spila í efstu deild á Íslandi væri það eitthvað sem hann væri mjög opinn fyrir,“ segir Bjarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Setja sig í samband við Manchester United

Setja sig í samband við Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gestir gáttaðir yfir verðlaginu í Laugardalnum – „Þetta er út í hött“

Gestir gáttaðir yfir verðlaginu í Laugardalnum – „Þetta er út í hött“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal
433Sport
Í gær

Greenwood vill ólmur mæta aftur til Englands

Greenwood vill ólmur mæta aftur til Englands
433Sport
Í gær

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Í gær

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil
433Sport
Í gær

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur