fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Sagan ótrúlega tók aðra óvænta stefnu – Verður um kyrrt eftir misheppnaða læknisskoðun

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 21:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir atburðarrás í færslu á Twitter í dag sem hann segir vera ,,klikkuðustu sögu dagsins.“ Loka dagur félagsskiptagluggans er í dag og Bamba Dieng, leikmaður Marseille í Frakklandi hefur stolið sviðsljósinu. Þó ekki beint eins og menn myndu ætla.

Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hafði fyrr í dag komist að samkomulagi bæði við Marseille sem og Bamba um kaup og kjör. Leikmaðurinn var á mættur á flugvöllinn, reiðubúinn að taka flugið til Englands þegar vendingar urðu í málum hans.

Forráðamenn franska liðsins Nice settu sig í samband við umboðsmann Bamba og viðruðu áhuga sinn á leikmanninum og skyndilega voru fyrirhuguð félagsskipti hans til Leeds komin á ís.

,,Bamba Dieng er á þessari stundu á flugvellinum með umboðsmanni sínum sem er bæði í viðræðum við Nice. Forráðamenn Leeds eru brjálaðir eftir að hafa náð samkomulagi við hann og Marseille fyrr í dag,“skrifaði Romano í færslu á Twitter og staðfesti stuttu seinna að Leeds hefði dregið sig úr kapphlaupinu um leikmanninn.

Bamba mun hins vegar ekki ganga í raðir Nice eftir allt þetta fíaskó en hann stóðst ekki læknisskoðun hjá franska félaginu.

Hann verður því eftir allt saman áfram hjá Marseille og spilar með liðinu allavega þar til í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“