fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Hólmar og Jóna setja höllina í Garðabæ á sölu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukappinn Hólmar Örn Eyjólfsson og lögfræðingurinn Jóna Vestfjörð Hannesdóttir hafa sett hús sitt í Garðabæ á sölu.

Hólmar flutti heim til Íslands á þessu ári eftir vel heppnaða dvöl í atvinnumennsku um langt skeið en Jóna starfar sem lögfræðingur hér á landi og hafði flutt heim til Íslands á undan Hólmari.

Hólmar leikur með Val í Bestu deildinni en hann ákvað á síðasta ári að hætta að gefa kost á sér í íslenska landsliðið.

Húsið sem Hólmar og Jóna selja nú er í Birkiás í Garðabæ og er 161,1 m raðhús. Vill parið fá 135 milljónir fyrir eignina sem öll hin glæsilegasta.

„Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, sem búið er að breyta og innrétta sem rúmgott baðherbergi og fataherbergi/skrifstofu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum,“ segir á fasteignavef Vísis.

Nánar má skoða eignina hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar