fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Gary Neville kom Klopp og Liverpool til varnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, kom Jurgen Klopp og Liverpool til varnar eftir 2-1 tap liðsins gegn United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jadon Sancho kom United yfir á 16. mínútu leiksins eftir vandræðagang James Milner og Virgil van Dijk í vörn Liverpool. Staðan í hálfleik var 1-0.

Marcus Rashford tvöfaldaði forskot heimamanna á 53. mínútu. Útlitið orðið afar gott fyrir Rauðu djöflanna. Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar um tíu mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Nær komust gestirnir þó ekki.

Roy Keane var einnig með Neville í útsendingu Sky Sports. Hann sagði að Klopp ætti að hafa áhyggjur af stöðunni. Neville er hins vegar ekki á sama máli.

„Hversu oft fórum við hægt af stað, byrjuðum tímabilið illa? Við þurfum að gefa þeim smá séns. Þeir hafa átt ótrúleg ár og komust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af Liverpool,“ segir Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Vardy á skotskónum í sigri – Ipswich sótti stig

England: Vardy á skotskónum í sigri – Ipswich sótti stig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun
433Sport
Í gær

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal