fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Geta sparað sér fúlgur fjár með því að losa sig við Alli sem fyrst

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 09:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli gæti verið á leið til Besiktas. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Hinn 26 ára gamli Alli gekk í raðir Everton í janúar eftir að hafa verið um árabil hjá Tottenham.

Hann hefur aðeins spilað þrettán leiki frá komu sinni, þar af aðeins einn þeirra í byrjunarliði.

Alli vill fara og spila meira. Gæti Besiktas boðið honum það.

Það er bæði möguleiki á að Alli fari til Besiktas á láni eða alfarið.

Í samningi Everton og Tottenham síðan í janúar segir að Everton þurfi að greiða Lundúnafélaginu 10 milljónir punda eftir fyrstu tuttugu leiki Alli fyrir félagið. Þar að auki þyrfti félagið að greiða Tottenham 25% af næstu sölu Alli eftir þann leikjafjölda.

Everton getur því sparað sér mikið á því að losa sig við hann strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll