fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Stefán farinn og framtíðin óljós – „Það vill enginn missa hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 10:30

Stefán Ingi var á mála hjá ÍBV í fyrra Mynd/ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson lék sinn síðasta leik fyrir HK í 0-1 sigri gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni á föstudag. Hann er á leið aftur út til Bandaríkjanna, þar sem hann stundar háskólanám.

Framherjinn hefur farið á kostum í sumar og skorað tíu mörk í þrettán leikjum í Lengjudeildinni.

„Það vill enginn missa hann,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

HK er hins vegar á toppi deildarinnar, tíu stigum á undan þriðja sæti og á góðri leið með að komast upp í Bestu deildina. „Hann getur flogið sáttur út, hann er búinn að koma þeim upp,“ sagði Hrafnkell.

Stefán Ingi er á láni hjá HK frá Breiðabliki. Hrafnkell telur að hann gæti spilað hlutverk þar. „Þeir gætu komið honum inn í þetta hjá sér, hvort sem hann yrði varasenter eða í einhverju hlutverki. Annars væri ég meira til í að sjá hann í HK númer eitt, hann er það góður.“

„Hann myndi gefa Blikum eitthvað annað. Hann er góður í pressu og getur hlaupið eins og brjálæðingur. Hann er geggjaður í loftinu, með tækni miðað við hæð. Hann mun valda usla í efstu deild, ég get lofað ykkur því.“w

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni
Hide picture