fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Tíðindi úr Lengjudeildinni – Þorsteinn Aron heim í Selfoss

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 11:28

Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss hefur fengið Þorstein Aron Antonsson aftur á láni frá Fulham.

Þorsteinn er aðeins 18 ára gamall. Hann var á láni hjá Stjörnunni fyrri hluta sumars.

Þorsteinn mun halda aftur til Fulham eftir að tímabilinu hér heima lýkur. Selfoss er í sjöunda sæti Lengjudeildar karla með 21 stig.

Yfirlýsing Selfoss
Þorsteinn Aron er kominn heim!

Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir Selfoss á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Þorsteinn er öllum Selfyssingum kunnugur en hann lék stórt hlutverk í liði Selfoss sem komst upp um deild sumarið 2020. Þorsteinn var lánaður til Stjörnunnar í vetur en er nú mættur aftur í vínrautt.

,,Ég er ánægður með það að vera kominn aftur heim á Selfoss og fá að spila á besta velli landsins. Það eru spennandi hlutir að gerast hérna og ég ætla að gera mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu í toppbaráttunni,” sagði Þorsteinn við undirskriftina.

Eftir tímabilið hér heima heldur Þorsteinn síðan aftur út til Englands þar sem hann mun spila með Fulham í vetur.
Velkominn heim Þorsteinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði