fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Þýsk hjón mætt til að styðja Ísland – „Var mjög skemmtilegt og algjört partí“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 16:00

Ulli og Nikki / Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsku hjónin Ulli og Nikki eru miklir stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins. Þau eru stödd á Evrópumótinu þar sem þau styðja sína þjóð, en einnig ætla þau að mæta á leik Íslands og Frakklands í Rotherham í kvöld.

Ulli og Nikki fóru líka á EM í Hollandi fyrir fimm árum síðan og hrifust af Íslandi. „Okkur líkar mjög við íslenska liðið, sérstaklega stuðningsmennina. Við fórum líka á mótið 2017, það var mjög skemmtilegt og algjört partí. Þess vegna ákváðum við að koma aftur núna,“ segir Nikki.

Ulli heldur að leikur kvöldsins verði mjög erfiður fyrir Ísland en vonar það besta. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við munum styðja Ísland. Það væri frábært ef þær fá stig eða þrjú en mér finnst það ekki líklegt.“

Nikki vonar að stemningin verði eins og fyrir fimm árum. „Vonandi verður þetta jafnstórt partí og í Hollandi.“

Hér fyrir neðan má sjá spjallið við Ulli og Nikki í heild.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma. Með sigri tryggir Ísland sér farseðil í 8-liða úrslit EM.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cecilía eftir lokaleikinn: ,,Ótrúlega svekkjandi og mjög leiðinlegt“

Cecilía eftir lokaleikinn: ,,Ótrúlega svekkjandi og mjög leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Í gær

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
Hide picture