fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Víkingur á góðan möguleika í Sambandsdeildinni – „Get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 22:32

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna manna í tveggja leikja einvíginu gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Malmö sló Víking út í kvöld, samtals 6-5, eftir 3-3 jafntefli í Víkinni.

„Við vorum hugrakkir í dag, við vorum hugrakkir í Malmö. Áður en einvígið byrjaði vildi ég frammistöðu frá liðinu, hvernig við spilum og hugmyndafræðin okkar. Ég fékk það svo sannarlega í báðum leikjum,“ segir Arnar.

Víkingur fer nú í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þar verður andstæðingur Linfield frá Norður-Írlandi eða New Saints frá Wales. Arnar telur að það verði ekkert mál að gíra liðið upp í það einvígi. „Ég held að það verði auðvelt. Nú vita þeir á hvaða stigi þeir geta keppt. Ég get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi og Malmö, svo ég held við eigum góðan möguleika.“

„Við fórum sem minna liðið í þetta einvígi. Við lærum af þessu fyrir næsta einvígi og það verður ekkert mál að halda strákunum á tánum fyrir það næsta,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar