fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg saga Villa Vill: Þurfti að flýta sér burt í miðjum leik – ,,Þarna kom í ljós hvað ólíkir heimar eiga erfitt með að skilja hvorn annan“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. júní 2022 12:14

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnu­lögmaður­inn Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björns á fimmtudag þar sem þeir félagar fóru yfir hin ýmis mál.

Villi Vill eins og hann er oft kallaður er fyrrum knattspyrnumaður en hann lék lengi vel með Þrótti Reykjavík sem og Fram, Víking Reykjavík og Hvöt.

Vilhjálmur sagði frá ótrúlegri sögu í þætti fimmtudagsins og rifjaði upp leik sem hann lék með Þrótturum á sínum tíma og þurfti að fara af velli í hálfleik.

Vilhjálmur hafði verið beðinn um það að flytja ræðu er Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti og skaraðist það á við leik hjá Þrótti gegn KA í fyrstu deildinni.

Niðurstaðan var sú að Vilhjálmur myndi spila fyrri hálfleik leiksins en þyrfti svo að fara til að ná að flytja ræðuna en því fylgir að sjálfsögðu mikill heiður og ekki tækifæri sem margir myndu gefa frá sér.

,,Ég var að spila með Þrótti, ég man ekki nákvæmlega hvenær þetta var en þetta var í aðdraganda þess að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti og ég var þá þátttakandi í framboðinu og kom að því svona til skrafs og ráðagerða. Síðan kemur að því, ég var þá formaður stúdentaráðs, að ég er beðinn um að halda ræðu þarna við hyllinguna þar sem hann er hylltur fyrir utan heimili sitt út á Nesi,“ sagði Vilhjálmur í þættinum.

,,Ef ég man rétt voru þrír ræðumenn þetta kvöld, bein útsending og mikið af fólki og þetta var pínu unique tækifæri. En sá var gallinn á gjöfum jarðar að á sama tíma átti ég að vera spila fótboltaleik með Þrótti í fyrstu deild á Valbjarnarvelli gegn KA. Mig minnir að þetta hafi átt að hefjast 9:15 út á nesinu og leikurinn byrjaði átta. Þarna kom í ljós hvað ólíkir heimar eiga erfitt með að skilja hvorn annan og hafa skilning á þeim sjónarmiðum sem gilda hjá hinum.“

,,Þeir sem koma að framboðinu, áhugamenn um pólitík og sumir áhugamenn um fótbolta líka en þeir töldu það algjörlega galið að þegar þetta væri í boði að ég myndi fara spila einhvern fótboltaleik með Þrótti, að þetta val væri borðleggjandi. Að ég myndi halda ræðuna og sleppa leiknum. Á sama tíma þá skildu forsvarsmenn Þróttar ekkert í því að ég hefði áhuga á því að halda þessa ræðu og taka þátt í þessari athöfn. Ég ræddi við forsvarsmenn Þróttar og þeir tóku ekki vel í þetta. Svo ræddu einhverjir frá framboðinu við formann Þróttar og ég sagði bara við Þrótt að ég ætlaði að taka þátt í þessu. Ef þið viljið ekki hafa mig í hóp eða setja mig í bann þá verður það að vera þannig.“

,,Svo náðu menn samkomulag um það að ég myndi spila fyrri hálfleikinn og mæta svo að flytja ræðuna. Það var þannig að leikurinn var á Valbjarnarvelli og þegar fyrri hálfleikur var búinn þá hljóp ég sem leið lá niður á Laugardalsvöll og skipti um föt jafn hratt og ég gat. Þar beið lögreglubifreið fyrir utan sem keyrði mig langleiðina út á Nes þangað til að bifreiðin komst ekki lengra útaf mannfjölda. Þá kölluðu þeir á lögreglumann á mótorhjóli og ég settist aftan á hjá honum, ég var fyrir utan húsið þegar var verið að kynna mig til leiks og ég hljóp upp stigann og út á svalir, horfði á mannhafið og það fyrsta sem kom var andvarp þar sem ég var að kasta mæðinni eftir að hafa komið mér á staðinn. Svo gekk þetta bara ágætlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“