fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Lögreglan í Manchester tjáir sig um málefni Gylfa Þórs

433
Þriðjudaginn 31. maí 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester vonast til þess að niðurstaða í rannsókn á máli Gylfa Þórs Sigurðssonar fáist innan tíðar. Fréttablaðið segir frá.

Það var þann 16. júlí 2021 sem Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Farbann yfir honum hefur endurtekið verið framlengt.

Lögreglan segir engin ný tíðindi vera í málinu við Fréttablaðið en vonast eftir því að rannsókn þess fari að ljúka.

,,Eins og er getum við ekki stað­fest að það sé dagurinn sem niður­staða um það hvort á­kæra eigi í málinu eða ekki verður kveðin eða hvort fram­lengja eigi lausn hans gegn tryggingu. Rann­sókn hefur staðið yfir í langan tíma en vonir standa til að það styttist í niður­stöður hennar,“ segir tals­maður lög­reglunnar í Manchester í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun.

Skömmu eftir handtökuna var Gylfi látinn laus gegn tryggingu og hefur verið laus síðan þá. Ekki er ljóst hvaða tíðindi koma þann 16 júlí en þrír kosir eru í stöðunni.

Þeir eru að málið verði látið falla niður og Gylfi verði þá frjáls maður, að rannsókn haldi áfram og að Gylfi verði þá áfram í farbanni frá Englandi eða að lögreglan gefi út ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“