fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Hjörvar segir Viaplay stíga mikilvægt skref – Landsleikirnir verða í opinni dagskrá

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 09:04

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay hefur tryggt sér réttinn að Þjóðadeildinni (Nations League) á Íslandi og mun sýna leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í opinni dagskrá. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Ísrael 2. júní næstkomandi.

„Með því að tryggja okkur sýningarrétt á leikjum í Þjóðadeildinni og öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins til 2028 stígum við mikilvægt skref sem leiðandi íþróttastreymisveita,“ segir Hjörvar Hafliðason íþróttastjóri Viaplay á Íslandi.

„Við höfum tekið inn marga nýja, unga og spennandi leikmenn, erum með lið sem við erum að þróa og byggja upp og þessir leikir sem eru framundan í Þjóðadeildinni munu nýtast okkur vel á þeirri vegferð. Þjóðadeildin er alvöru mót sem gefur okkur kost á að þróa liðið í keppnisleikjum og það eru virkilega góðar fréttir að knattspyrnuáhugafólk geti séð leikina í opinni dagskrá á Viaplay“, segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Ísland mætir Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júní, Albaníu 6. júní, Ísrael 13. júní og Albaníu þann 27. september.

Þjóðadeildin er keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sem fer fram á haustin á tveggja ára fresti, áður en undankeppnir Evrópu- og Heimsmeistaramóta hefjast.

Ísland átti að keppa á móti Rússlandi en leiknum hefur verið aflýst og mun landslið Íslands í staðinn keppa vináttulandsleik við San Marínó 9. júní. San Marínó situr neðst á heimslista FIFA og telst því með slakari landsliðum heims.
Ef litið er til Heimslista FIFA má búast við að Ísland sé í hnífjöfnum riðli. Ísland er í 63. sæti heimslista FIFA, Ísrael í 76. sæti og Albanía í 66. sæti. Ísland gæti því átt góðan möguleika á góðum úrslitum gegn þessum sterku andstæðingum. Ísland er með sterkan hóp og marga nýja, unga og spræka leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu.

Aðeins leikir Íslands verða í opinni dagskrá á Íslandi. Með áskrift verður svo hægt að horfa á alla leiki í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri