Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona hefur ekki fengið nein skilaboð frá félaginu um að hann sé til sölu í sumar.
Manchester United hefur áhuga á að kaupa De Jong eftir að Erik ten Hag tók við en þeir unnu saman hjá Ajax.
„Að sjálfsögðu heyri ég um þessar Manchester United sögur, en fólkið í Barcelona hefur ekki sagt mér neitt,“ sagði De Jong.
„Ég held að það sé ekkert samkomulag, það er ekkert til að ræða. Samtal við Ten Hag? Um það tjái ég mig ekki.“
De Jong er hollenskur miðjumaður en Ten Hag er að skoða markaðinn og vill bæta við liðið.