Chelsea vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Ousmane Dembele um að ganga í raðir félagsins í sumar.
Samningur Dembele við Barcelona er að renna út og viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur.
Þessi 25 ára gamli sóknarmaður skoðar kosti sína en Barcelona vill lækka hann í lauum. Ensk blöð segja frá.
Chelsea telur sig vera með öll bestu spilin á henda til að landa Dembele. Todd Boehly nýr eigandi Chelsea vill kaupa hann.
Dembele og Thomas Tuchel þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Dortmund og því hjálpar það Chelsea að sannfæra Dembele.