Cristiano Ronaldo hefur krafist þess að farið verði í lagfæringar á sundlaug Manchester United sem staðsett er á æfingasvæði félagsins.
Ensk blöð segja frá og segja að Ronaldo hafi í raun verið brugðið þegar hann snéri aftur til félagsins, ekki hafði neitt verið gert frá árinu 2009.
Ronaldo er duglegur að fara í vatn eftir æfingar en hann neitaði að nota sundlaugina á æfingasvæði United og sagði hana slygagildru.
Samkvæmt enskum blöðum voru lausar flísar á botninum sem Ronaldo sagði algjöra slysagildru fyrir knattspyrnumenn.
Sagt er að United muni fara í þessar viðgerðir í sumar en æfingasvæði og heimavöllur félagsins er langt frá því sem best er í dag.