fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Liverpool biður stuðningsmenn um að deila reynslu sinni af úrslitaleiknum

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 30. maí 2022 18:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Liverpool biður stuðningsmenn um að fylla út eyðublað á heimasíðu félagsins fyrir ábendingar og athugasemdir varðandi reynslu sína af úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu á laugardaginn var.

Liverpool hefur kallað eftir rannsókn á skiplagningu úrslitaleiksins á Stade de France leikvangnum í París og þeim vandamálum sem stuðningsmenn þurftu að kljást við en fjölmargir stuðningsmenn fengu ekki aðgang að vellinum þrátt fyrir að hafa keypt sér miða á leikinn.

Þá voru ásakanir í Frakklandi um stóran fjölda falsaðra miða, lögregla beitti táragasi gegn stuðningsmönnum og úrslitaleiknum var frestað um 35 mínútur vegna atgangsins fyrir utan völlinn.

Real Madrid hafði að lokum betur með einu marki gegn engu og hampaði titlinum í fjórtánda sinn í sögu félagsins.

Fram kemur í yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool að þeir sem keyptu miða á úrslitaleikinn fá eyðublaðið sent sjálfkrafa á netfangið sitt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu