fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Hlín jafnaði en Guðrún og stöllur höfðu betur

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 30. maí 2022 19:39

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í Íslendingaslag í efstu deild kvenna í Svíþjóð í kvöld. Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård fengu Hlín Eiríksdóttur og stöllur í Piteå í heimsókn.

Rosengård gat farið eitt á toppinn í deildinni með sigri í kvöld og það tókst í uppbótartíma. Markalaust var í hálfleik en Loreta Kullashi kom heimakonum í forystu á 62. mínútu.

Hlín jafnaði metin fyrir Piteå með marki á 80. mínútu en varamaðurinn Stefanie Sanders tryggði Rosengård sigurinn á annarri mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-1 sigur Rosengård.

Guðrún lék að vanda allan leikinn í vörninni fyrir Rosengård og nældi sér í gult spjald á 80. mínútu. Hlín lék allan leikinn á hægri vængnum hjá Piteå. Rosengård er sem áður segir á toppi deildarinnar með 27 stig þegar 11 umferðir eru loknar. Piteå situr í 9. sæti með 14 stig.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði sínum konum í Kristianstad til sigurs gegn á Umeå á útivelli. Hinar ungu og efnilegu Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu báðar á bekknum hjá Kristianstad í 2-0 sigri en Amanda kom inn á þegar um sjö mínútur voru til leiksloka.

Kristianstad situr í 5. sæti með 21 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt