Fjórir leikir fóru fram í Serie A á Ítalíu í kvöld. Leikirnir voru hluti af lokaumferðinni.
Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Genoa í 0-1 tapi gegn Bologna. Genoa var þegar fallið niður í B-deild fyrir leikinn.
Fiorentina vann þá 2-0 sigur á Juventus. Alfred Duncan og Nicolas Gonzalez gerðu mörk liðsins. Juventus endar í fjórða sæti og fer í Meistaradeildina en Fiorentina snýr aftur í Evrópu eftir nokkra bið og fer í Sambandsdeildina.
Lazio fer í Evrópudeildina. Liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Verona í dag.
Atalanta missir þá af Evrópusæti í ár eftir tap gegn Empoli, 0-1, á heimavelli.