Þriðja umferð Lengjudeildar karla fer fram í kvöld þar sem meðal annars Selfoss heimsækir Aftureldingu.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Hringbraut og hefst útsending 19:05 þar sem hitað verður upp fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15.
Selfoss er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Afturelding er með eitt stig en liðið er að leika sinn þriðja heimaleik í jafnmörgum leikjum.
Beint á Hringbraut:
19:05 Afturelding – Selfoss