fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:30

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tapaði í gær 3-0 fyrir Breiðablik í Bestu deildinni og þar með heldur brösótt gengi Íslandsmeistaranna áfram í upphafi móts. Víkingar hafa leikið sjö leiki í Bestu deildinni og hafa nú þegar tapað fleiri leikjum heldur en allt síðasta tímabil í efstu deild.

Íslandsmeistararnir byrjuðu mótið vel með 2-1 sigri á FH en í kjölfarið kom 3-0 skellur á útivelli á móti ÍA áður en liðinu tókst að snúa við blaðinu með 4-1 sigri gegn Keflavík.

Fyrsta tap Víkinga á heimavelli á tímabilinu kom gegn Stjörnunni í algjörum markaleik sem lauk með 5-4 sigri Stjörnunnar, í kjölfarið kom markalaust jafntefli gegn Leiknismönnum áður en að liðið vann 4-1 sigur á nýliðum Fram.

Blikar mættu síðan á Víkingsvöllinn í gær, skoruðu þrjú mörk og fóru með þrjú stig aftur í Kópavoginn.

Víkingar áttu mögnuðu gengi að fagna í fyrra þar sem að liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í efstu deildinni. Þau töp komu gegn Leikni í 10. umferð og Blikum í 15. umferð.

Ríkjandi Íslandsmeistararnir sitja nú í 6. sæti með tíu stig eftir 7 leiki og eru nú þegar komnir 8 stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem á einnig leik til góða á Víkinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla