fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:30

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tapaði í gær 3-0 fyrir Breiðablik í Bestu deildinni og þar með heldur brösótt gengi Íslandsmeistaranna áfram í upphafi móts. Víkingar hafa leikið sjö leiki í Bestu deildinni og hafa nú þegar tapað fleiri leikjum heldur en allt síðasta tímabil í efstu deild.

Íslandsmeistararnir byrjuðu mótið vel með 2-1 sigri á FH en í kjölfarið kom 3-0 skellur á útivelli á móti ÍA áður en liðinu tókst að snúa við blaðinu með 4-1 sigri gegn Keflavík.

Fyrsta tap Víkinga á heimavelli á tímabilinu kom gegn Stjörnunni í algjörum markaleik sem lauk með 5-4 sigri Stjörnunnar, í kjölfarið kom markalaust jafntefli gegn Leiknismönnum áður en að liðið vann 4-1 sigur á nýliðum Fram.

Blikar mættu síðan á Víkingsvöllinn í gær, skoruðu þrjú mörk og fóru með þrjú stig aftur í Kópavoginn.

Víkingar áttu mögnuðu gengi að fagna í fyrra þar sem að liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í efstu deildinni. Þau töp komu gegn Leikni í 10. umferð og Blikum í 15. umferð.

Ríkjandi Íslandsmeistararnir sitja nú í 6. sæti með tíu stig eftir 7 leiki og eru nú þegar komnir 8 stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem á einnig leik til góða á Víkinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?