Stjarnan fékk Val í heimsókn á Samsungvellinum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta í dag.
Valur hafði ekki tapað leik á tímabilinu og hóf leikinn í dag þremur stigum á eftir toppliði KA.
Allt stefndi í markalaust jafntefli þegar að Olvier Haurits tryggði Stjörnumönnum sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma eftir sendingu frá Óskari Erni Haukssyni.
Óskar Örn og Oliver komu báðir inn á sem varamenn á lokakafla leiksins og sáu til þess að Stjörnumenn færðust upp að hlið Valsmanna í töflunni. Valur er með 13 stig eftir sex leiki en Stjarnan er með 11 stig.
Stjarnan 1 – 0 Valur
1-0 Oliver Haurits (’90+3)