fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Brenna Lovera skaut Selfoss á toppinn

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 17:57

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru háðir í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Selfoss sótti Þór/KA heim og ÍBV tók á móti Þrótturum.

Brenna Lovera skoraði eina mark leiksins og sigurmark Selfyssinga úr vítaspyrnu á 76. mínútu í 1-0 sigri á Norðankonum og skaut þar með Selfyssingum á toppinn eftir fjórar umferðir.

Selfoss hefur nú unnið þrjá og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjum liðsins á leiktíðinni. Þór/KA hefur unnið tvo og tapað tveimur.

Ameera Abdella Hussen kom Eyjakonum yfir gegn Þrótturum með marki á 33. mínútu en Þróttarar sneru leiknum sér í vil á fjögurra mínútna kafla. Murphy Agnew jafnaði metin á 79. mínútu og Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmark gestanna af 40 metra færi fjórum mínútum síðar.

Þróttur R. er með sjö stig eftir fjóra leiki en ÍBV er með fjögur.

Fyrr í dag vann Fjarðab/Höttur/Leiknir 2-0 útsigur á Augnablik í Lengjudeildinni. Linli Tu skoraði bæði mörk gestanna í sitthvorum hálfleiknum.

Þór/KA 0 – 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera (’76, víti)

ÍBV 1 – 2 Þróttur R.
1-0 Ameera Abdella Hussen (’33)
1-1 Murphy Alexandra Agnew (’79)
1-2 Sæunn Björnsdóttir  (’83)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Í gær

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?