fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Brenna Lovera skaut Selfoss á toppinn

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 17:57

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru háðir í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Selfoss sótti Þór/KA heim og ÍBV tók á móti Þrótturum.

Brenna Lovera skoraði eina mark leiksins og sigurmark Selfyssinga úr vítaspyrnu á 76. mínútu í 1-0 sigri á Norðankonum og skaut þar með Selfyssingum á toppinn eftir fjórar umferðir.

Selfoss hefur nú unnið þrjá og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjum liðsins á leiktíðinni. Þór/KA hefur unnið tvo og tapað tveimur.

Ameera Abdella Hussen kom Eyjakonum yfir gegn Þrótturum með marki á 33. mínútu en Þróttarar sneru leiknum sér í vil á fjögurra mínútna kafla. Murphy Agnew jafnaði metin á 79. mínútu og Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmark gestanna af 40 metra færi fjórum mínútum síðar.

Þróttur R. er með sjö stig eftir fjóra leiki en ÍBV er með fjögur.

Fyrr í dag vann Fjarðab/Höttur/Leiknir 2-0 útsigur á Augnablik í Lengjudeildinni. Linli Tu skoraði bæði mörk gestanna í sitthvorum hálfleiknum.

Þór/KA 0 – 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera (’76, víti)

ÍBV 1 – 2 Þróttur R.
1-0 Ameera Abdella Hussen (’33)
1-1 Murphy Alexandra Agnew (’79)
1-2 Sæunn Björnsdóttir  (’83)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG