fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
433Sport

Harka að færast í leikinn – Vardy brast í grát þegar þjarmað var að henni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 14:30

Vardy grét á flugvelli eftir að málið komst fyrst í fréttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney er nú fyrir dómstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í dag, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

GettyImages

Vardy brotnaði saman þegar lögmaður Coleen gekk á hana í dag en Vardy og umboðsmaður hennar hafa tapað haug af gögnum sem áttu að vera í málinu. Þannig eyddust öll gögn úr síma Vardy en umboðsmaður hennar missti síma sinn í sjóinn.

Ein af þeim sögum sem Coleen bjó til á Instagram og sýndi aðeins til Vardy var að hún væri á leið til Mexíkó til að velja kyn af barni sem hún vildi bera undir belti.

Rooney grunaði að Vardy væri að leka sögum í ensk blöð og ákvað að birta falskar sögur sem aðeins aðgangur Vardy gat séð.

„Ég man ekki eftir að hafa séð þennan póst,“ en skömmu eftir að aðgangur Vardy sá póstinn birtist frétt um málið í The Sun.

Vardy er sökuð um að hafa selt sögur til enskra götublaða í gegnum umboðsman sinn. „Það er ekki satt,“ sagði Vardy um það hvort ensk blöð hefðu fengið söguna frá sér.

Vardy viðurkenndi að hafa vitað af ferð Coleen til Mexíkó en sagði það vera út frá öðrum færslum.

„Þú ert sú eina sem getur borið ábyrgð á þessum fréttum,“ segir lögmaður Rooney.

Lögmaðurinn sagði enginn gögn vera á milli Vardy og umboðsmanns enda hefði öllum gögnum verið eytt úr síma Vardy og að umboðsmaðurinn hefði misst síma sinn í sjóninn.

„Ég eyddi ekki skilaboðunum, það gerðist eitthvað í símanum þegar ég var að láta lögmenn mína fá þau,“ sagði Vardy sem brast í grát og hlé var gert á málinu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia